Hringar Satúrnusar eru með því glæsilegasta sem sjá má á himninum. Allar hinar risareikistjörnurnar í sólkerfinu okkar — Júpíter, Úranus og Neptúnus — hafa líka hringa, reyndar ekki eins áberandi.
Þrátt fyrir ítarlega leit höfðu hringar aldrei fundist í kringum smærri fyrirbæri í sólkerfinu — fyrr en nú. Athuganir á smástirninu 10199 Chariklo sýna að það hefur tvo hringa!
Þegar Chariklo gekk fyrir fjarlæga stjörnu í bakgrunni, tóku stjörnufræðingar eftir því að eitthvað annað en bara smástirnið myrkvaði stjörnuna. Í ljós kom að það voru tveir litlir hringar, annar sjö kílómeterar á breidd en hinn þrír kólómetrar á breidd, sem kom stjörnufræðingum mjög á óvart.
Aldrei áður hafa fundist í hringar í kringum jafn lítið fyrirbæri. Ekki er vitað hvernig hringarnir urðu til. Líklega mynduðust þeir eftir öflugan árekstur sem kastaði brotum úr Chariklo út í geiminn.
Getur þú ímyndað þér hvernig útsýnið er af yfirborði þessa hrollkalda hnattar — sem er nógu lítill til þess að hraðskreiður sportbíll gæti tekist á loft og ekið út í geiminn — á 20 km breitt hringakerfi sem er þúsund sinnum nær hnettinum en tunglið er frá jörðinni?
Fróðleg staðreynd
Chariklo tilheyrir hópi smástirna sem kallast Kentárar og snúast um sólina milli brauta Satúrnusar og Úranusar í ytra sólkerfinu.
Share: