Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Allt hófst með Miklahvelli... en hvað svo?
22 March 2013

Hefurðu einhvern tímann ímyndað þér að þú gætir ferðast aftur til upphafs tímans eða séð alheiminn í heild sinni? Þú getur gert þetta allt saman með því einu að skoða þessa mynd! Geimsjónauki sem kallast Planck hefur verið að rannsaka elsta ljós heimsins sem varð til skömmu eftir upphaf alheimsins! Athuganir sjónaukans hafa nú verið settar saman í þetta kort en það sýnir alheiminn í barnæsku. Bláu og rauðu flekkirnir eru ævaforn „fræ“ sem urðu að þeim stjörnum og vetrarbrautum sem við sjáum í kringum okkur í dag!

Sönnunargögn segja stjörnufræðingum að alheimurinn hafi orðið til í Miklahvelli fyrir um 13,7 milljörðum ára. Þá var alheimurinn fyrst þjappaður saman í kúlu, mörg þúsund sinnum minni en nálarauga. Skyndilega þandist kúlan út og alheimurinn varð til. Daufa ljósið sem Planck sjónaukinn safnaði kallast örbylgjukliðurinn. Hann fyllir allan alheiminn og umlykur Jörðina í allar áttir. Sumir kalla kliðinn „bergmál Miklahvells“ vegna þess að þetta var fyrsta ljósið sem varð til í alheiminum eftir upphaf hans.

Stjörnufræðingar segja að flekkótta mynstrið á kortinu sé bein sönnun fyrir Miklahvellskenningunni, nema hvellurinn varð fyrir 13,8 milljörðum ára. Alheimurinn er sem sagt næstum 100 milljón árum eldri en við héldum! Fyrir utan þessa merkilegu uppgötvun eru mörg önnur forvitnileg leyndarmál á kortinu: Hvers vegna eru til dæmis fleiri heitir, rauðir flekkir á neðri helmingi kortsins? Hvað olli stóru köldu blettunum í miðjunni? Kannski munt þú, dag einn, leysa þessar ráðgátur!

Fróðleg staðreynd

Örbylgjukliðurinn var glóandi heitur í upphafi en undanfarin 13 milljarða ára hefur hann kólnað mjög. Í dag er hann aðeins 2,7 gráður yfir alkuli — lægsta mögulega hitastigi (–273°C).

More information

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESA.

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

It All Started with a Big Bang... But When?
It All Started with a Big Bang... But When?

Printer-friendly

PDF File
1.3 MB