Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Tilkynning um fæðingu í geimnum
21 August 2013

Barnastjörnur í geimnum geta verið mjög ofsafengnar. Þær kasta frá sér efni á ógnarhraða — stróka sem ferðast á mörg þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Þegar strókarnir rekast á gas og geimryk í kringum ungu stjörnuna verða til bjartir klumpar sem kallast Herbig-Haro fyrirbæri og endast í um þúsund ár. Hér sést nærmynd af Herbig-Har fyrirbæri; þú sérð hvar tignarlegir strókarnir stefna yfir himinninn eins og risavaxin flugeldasýning. Stjarnan er svo sannarlega ekki feimin við að senda út tilkynningu um fæðingu sína!

Bleiki og fjólublái strókurinn vinstra megin stefnir að Jörðinni en hinn stefnir frá okkur. Sá sem stefnir burt er nærri ósýnilegur á öllum öðrum myndum af fyrirbærinu, falinn á bak við ský úr geimryki. Á þessari nýju mynd ALMA sjónaukans sést hinn strókurinn loksins, í glæsilegum gulum og grænum smáatriðum. Myndin sýnir líka nokkuð annað: Strókarnir eru enn orkuríkari en stjörnufræðingar bjuggust vð. Þeir þjóta um geiminn á meira en milljón kílómetra hraða á klukkustnd. Ef þú gætir ferðast svo hratt, kæmist þú til tunglsins á innan við 20 mínútum!

Fróðleg staðreynd

Strókarnir virðast litlir, eiginlega dvergvaxnir í samanburði við kalda, dökka skýið í kring. Samt eru þeir þó mörg hundruð sinnum lengri en sólkerfið okkar!

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

Birth Announcement from Outer Space
Birth Announcement from Outer Space

Printer-friendly

PDF File
1.1 MB