Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Hinn ósýnilegi alheimur opinberaður
20 May 2013

Ljósmyndir af himingeimnum eru oft glæsilegar. Eitt það mest spennandi við þær er að mjög gjarnan sýna þær okkur fyrirbæri sem mannsaugað greinir ekki. Það á við um þessa mynd. Í miðjunni lúrir ósýnilegt skrímsli, risasvarthol. Til að gera þennan feluleikjameistara enn erfiðari viðfangs er svartholið falið á bakvið þykkt rykský í miðju sinnar vetrarbrautar! Við sjáum ekki einu sinni björtu litablettina með eigin augum. Bleiki liturinn sýnir útvarpsgeislun en blái liturinn röntgengeislun.

Svarthol er ekki tómarúm svo ekki láta nafnið plata þig. Í svartholi er gríðarlegt efnismagn þjappað saman í mjög lítið svæði. Þetta tiltekna svarthol er um 100 milljón sinnum þyngra en sólin okkar! Allt sem hættir sér of nærri svartholi fellur inn í það og ekkert, ekki einu sinni ljós, kemst burt úr því aftur. Þess vegna sjáum við ekki svarthol. Þau eru ósýnileg jafnvel með sjónaukum sem greina röntgengeisla. útvarpsbylgjur og aðrar gerðir ljóss.

Eina leiðin sem við höfum til að greina svarthol er að kanna áhrif þess á önnur fyrirbæri í kring. Á þessari mynd sýna bláu blettirnir við jaðra vetrarbrautarinnar okkur hvar orkuríkir strókar frá svartholinu plægja sig í gegnum rykklumpa. Strókarnir eru úr ögnum sem hitnuðu heil ósköp þegar þau þutu að svartholinu og burt frá því aftur á nokkurra milljón km hraða á klukkustund! Í norður- og suðurátt frá vetrarbrautinni sjást tveir aðrir svipaðir strókar, litaðir bleikir.

Fróðleg staðreynd

Svarthol eru ekki einu fyrirbærin í alheiminum sem við sjáum ekki. Stjörnufræðingar eru enn að reyna að leysa ráðgátuna um hina „hulduorku“ og hið ósýnilega „hulduefni“ sem telur um 95% af alheiminum! Innan við 5% af alheiminum er úr „venjulegu“ efni!

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

Seeing the Invisible
Seeing the Invisible

Printer-friendly

PDF File
1002.2 KB