Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Risavaxinn geimárekstur
28 August 2013

Hið tignarlega þyrilform þessarar vetrarbrautar er mjög fallegt, en bleiki hjúpurinn á myndinni gefur henni rólegt og töfrandi yfirbragð. Það sem hér sést er samt fremur ofsafengið. Á myndinni sést risavaxinn árekstur milli stórrar þyrilvetrarbrautar og lítillar dvergvetrarbrautar, sem sést hægra megin á myndinni. Bleika móðan er tröllvaxið gasský, nokkrar milljónir gráða á Celsíus, sem verður til þegar vetrarbrautirnar rekast saman! Skýið er að mestu leyti ósýnilegt með berum augum en er svo heitt að það gefur frá mikla háorkugeislun.

Nærri „höfði“ þessa halastjörnulaga misturs sérðu svæði mjög bjartra stjarna. Þarna gæti áreksturinn hafa valdið stjörnumyndunarhrinu. Öflugar sprengingar frá deyjandi stjörnum og sterkum vindum frá heitum, björtum stjörnum, hjálpa til við að lýsa upp skýið svo það gefur frá sér mikla röntgengeislun.

Erfitt er að mæla hve stórt skýið er, því mjög erfitt er að komast að lögun fjarlægra fyrirbæra í geimnum. Við höfum aðeins flatar, tvívíðar myndir til að vinna með og því miður komumst við ekki á bak við skýin! Er bleika móðan þunn og í laginu eins og pönnukaka? Er hún kannski þykkari, eins og regnský? Við getum ekki verið viss um hve stórt skýið er nema finna út lögunina. Ef skýið er þunnt eins og pönnukaka, þá inniheldur það 40.000 sinnum meira efni en sólin okkar! Ef skýið er meira eins og kúla í laginu, þá gæti efnismagnið verið 3 milljón sinnum meira en sólar!

Fróðleg staðreynd

Þegar árekstrar verða á Jörðinni, til dæmis milli tveggja bifreiða, eru þeir yfirstaðnir á sekúndubroti. Árekstrar milli vetrarbrauta eru löturhægir og standa yfir í milljónir ára. Stjörnufræðingar telja að þessi árekstur muni standa yfir í 50 milljónir ára!

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

A Colossal Cosmic Crash
A Colossal Cosmic Crash

Printer-friendly

PDF File
1.0 MB