Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Trúður á himninum
16 July 2013

Áður en sjónaukinn var fundinn upp á 17. öld héldu flestir að Jörðin væri miðja alheimsins. Fólk taldi að sólin, reikistjörnurnar og allar stjörnurnar snerust í kringum okkur! Það var ekki fyrr en við höfðum tækni til að skyggnast dýpra út í geiminn að okkur varð ljóst, að Jörðin ferðast ekki aðeins í kringum sólina, heldur ferðast sólin í kringum miðju Vetrarbrautarinnar.

Undanfarna öld hafa sjónaukar orðið þróast gríðarlega hratt. Nú höfum við risastóra útvarpssjónauka sem ná yfir meira en 50 km svæði og eigum meira að segja sjónauka sem við sendum út í geiminn! Með þessum öflugu tækjum höfum við afhjúpað marga af dýpstu leyndardómum alheimsins, nokkuð sem forfeður okkar gátu varla látið sig dreyma um!

Á myndinni hér fyrir ofan sést hringþoka, leifar stjörnu sem dó hægt og rólega. Þessi tiltekna þoka nefnist „Trúðaþokan“, sérðu hvers vegna? Hún minnir á trúð með skrautlegt úfið hár og stórt, glansandi nef í miðjunni!

Þokan fannst árið 1757 en í dag erum við enn að læra eitthvað nýtt um hana! Fjólublái liturinn sýnir gas sem er milljón gráðu heitt. Rauða, græna og bláa mynstrið sýnir ytri lög stjörnunnar sem vörpuðust út í geiminn. Ekki er langt síðan stjörnufræðingar fundu tvær mjög heitar stjörnur sem búa í miðju þessa gasskýs og dansa í kringum hverja aðra!

Fróðleg staðreynd

Galíleó Galílei var einn fyrsti maðurinn sem bendi sjónauka til himins. Á sinni ævi bylti hann skilningi okkar á alheiminum. Hann sýndi okkur að tunglið er ekki slétt og fellt heldur þakið gígum; að sólin okkar hefur bletti og að Júpíter hefur sín eigin tungl!

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

The Clownface Nebula
The Clownface Nebula

Printer-friendly

PDF File
984.2 KB