Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Nýgræðingar í Vetrarbrautinni
27 March 2013

Alheimurinn er gamall, um 13,8 milljarða ára. Vetrarbrautin okkar er líka gömul: Sumar stjörnur hennar eru meira en 13 milljarða ára. Þrátt fyrir það er enn líf og fjör í henni því ný fyrirbæri verða stöðugt til á meðan önnur hverfa af sjónarsviðinu. Á þessari mynd sést hópur nýgræðinga í hverfinu okkar í geimnum.

En hversu ungar eru þessar stjörnur í raun? Erfitt er að finna út nákvæmlega hversu gamlar þær eru en stjörnufræðingar áætla að þær séu á bilinu 20 til 35 milljón ára. Hljómar alls ekki ungt, er það? Til samanburðar er sólin okkar um 4600 milljón ára og ekki enn orðin miðaldra! Þetta þýðir að ef þú ímyndar þér að sólin sé 40 ára gömul manneskja, eru björtu stjörnurnar á myndinni þriggja mánaða gömul ungabörn.

Stjörnur myndast sjaldnast einar og sér. Þær fæðast í hópi margra tuga eða þúsunda stjarna í þyrpingum. Allar stjörnur í þyrpingu fæðast úr sama efni um það bil samtímis. Á myndinni sést lausþyrping stjarna. Slíkar þyrpingar endast venjulega í frekar stuttan tíma áður en þær leysast upp og stjörnurnar reka hver í sína áttina. Eitt er samt furðulegt við þessa þyrpingu: Ein eða tvær gular og rauðar stjörnur sem eru mun eldri. Sérðu þær?

Fróðleg staðreynd

Ein elsta lausþyrpingin kallast Messier 67. Hún er 3,7 milljarða ára! Stjörnufræðingar telja hana hafa enst svo lengi vegna þess að hún er á fremur einangruðu svæði í Vetrarbrautinni okkar. Í kringum hana eru tiltölulega fá þung fyrirbæri sem geta togað hana í sundur.

More information

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningu ESO.

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

New Kids on the Block
New Kids on the Block

Printer-friendly

PDF File
1.2 MB