Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Leitin að uppruna okkar í alheiminum hefst
13 March 2013

Í dag opnaði glænýr sjónauki sem nefnist ALMA augun. Þessi risasjónauki er sá stærsti í heiminum: Hann samanstendur af fimmtíu og fjórum 12 metra breiðum loftnetum (á stærð við fjögurra hæða hús!) og tólf öðrum smærri loftnetum (7 metra breiðum). Loftnetin 66 munu vinna saman og mynda öflugasta stjörnusjónauka sem til er á Jörðinni! ALMA getur fangað ljós frá sumum af fjarlægustu fyrirbærunum í alheiminum og sýnt smáatriði úr æsku alheimsins betur en nokkru sinni fyrr. Þessi glæsilega mynd sýnir ALMA sjónaukann á víð og dreif um Atacamaeyðimörkina í Chile.

Þegar alheimurinn var mjög ungur var hann uppfullur af þykkri þoku úr köldu vetnisgasi. Vegna þokunnar er mjög erfitt að rannsaka æsku alheimsins með sjónaukum sem nema sýnilegt ljós. ALMA hefur sérstök augu sem sýna alheiminn í allt öðru ljósi, svokallaðri útvarpsgeislun. Það mun gera sjónaukanum kleift að skyggnast í gegnum þokuna og opinbera lendardómana handan hennar í fyrsta sinn.

ALMA mun einnig varpa ljósi á sum af köldustu fyrirbærum alheimsins. Sjónaukinn mun horfa í gegnum dökk ský úr gasi og ryki sem eru aðeins fáeinar gráður yfir alkuli — mesta mögulega kulda (–273°C). Við vonumst til að finna nýjar og áhugaverðar riekistjörnur á braut um fjarlægar sólir og bjartar ungar stjörnur sem eru að myndast í þessum þykku skýjum.

Ef þú hefur áhuga meira um þá leyndardóma alheims sem ALMA afhjúpar, skaltu fylgjast með Space Scoop fréttum næstu mánuði!

Fróðleg staðreynd

ALMA sjónaukinn var smíðaður í 5.000 metra hæð yfir sjávarmál í fjöllum Atacamaeyðimerkurinnar í Chile, á einum þurrasta stað Jarðar! Hæðin og þurrkurinn á staðnum þýðir að mjög fá ský munu trufla athuganirnar. En í 5.000 metra hæð er loftið hins vegar svo þunnt að fáir fá að heimsækja sjónaukann!

More information

 Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningum ESO og NAOJ

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

The Search for our Cosmic Origins Begins
The Search for our Cosmic Origins Begins

Printer-friendly

PDF File
1.1 MB