Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Yngsta svartholið
19 February 2013

Stjörnufræðingar verða að vera góðir í að leysa ráðgátur með því að púsla saman sönnunargögnum og vísbendingum eins og frægir spæjarar. Þegar vísindamenn notuðu Chandra röntgengeimsjónaukann tóku þeir eftir sérkennilegri, afmyndaðri lögun þessarar sprengistjörnuleifar og vissu strax að eitthvað óvenjulegt hafði átt sér stað. Eftir að hafa gaumgæft gögnin og útilokað alla aðra möguleika, áttuðu stjörnufræðingarnir sig á því að þeir gætu hafa fundið það sem leynist á innan í þessu skýi — ungt svarthol!

Þegar massamiklar stjörnur springa þýtur efnið frá þeim venjulega svo til jafnt í allar áttir svo úr verður samhverft ský (eins á öllum hliðum). Í þessari sprengistjörnu kastaðist hins vegar efni mun hraðar frá norður- og suðurpólum stjörnunnar en öðrum stöðum. Þannig varð til tunnulaga leif sem gaf stjörnufræðingum fyrstu vísbendingarnar um að þessi stjarna hefði endað ævi sína á óvenjulegan hátt.

Oftast þegar stjarna springur þjappast kjarninn saman í lítinn hnött sem kallast nifteindastjarna. Nifteindastjörnur gefa venjulega frá sér röntgengeisla sem stjörnufræðingar geta séð með sérstökum sjónaukum. Þrátt fyrir vandlega leit fundust hvorki röntgengeislun né aðrar vísbendingar um nifteindastjörnu. Það þýðir að jafnvel enn furðulegra fyrirbæri myndaðist líklega í sprengingunni — svarthol! Ef þetta reynist rétt, er það yngsta þekkta svartholið í Vetrarbrautinni okkar, aðeins 27.000 ára gamalt!

Fróðleg staðreynd

Í stjörnufræði köllum við allt efni þyngri en vetn og helíum „málma“. Allir „málmar“ verða til djúpt innan í stjörnum. Þegar stjarna deyr dreifast málmarnir út í geiminn og verða nýjar stjörnur eða reikistjörnur, jafnvel fólk!

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

A Study in Supernovae
A Study in Supernovae

Printer-friendly

PDF File
1.1 MB