Find Us Online At
iBookstore
Android app on Google Play
Like Us
A programme by
Vetrarbraut í skotlínunni
6 December 2012

Alheimurinn er stór og að mestu tómur. Þrátt fyrir það verða stundum árekstrar í geimnum. Sjáðu til dæmis þessa mynd: Hún lítur út eins og risastórt skotmark. Fyrir um 300 milljónum ára þaut smærri vetrarbraut beint í gegnum mitt skotmarkið!

Þessi vetrarbraut var upphaflega þyrilvetrarbraut. Hún hafði nokkra langa arma úr stjörnum og ryki sem hverfðust um kjarnann, eins og vetrarbrautin á þessari mynd. Við áreksturinn afmyndaðist vetrarbrautin og armarnir nánast eyddust en í staðinn varð til bjagaður vetrarbrautarhringur. Þú sérð að bjarta gaskennda miðja vetrarbrautarinnar hefur færst til hliðar og þyrilarmarnir eru út um allt. Leifar eins armsins sjást standa út úr efsta hluta vetrarbrautarinnar.

Við áreksturinn urðu til gárur eins og þær sem myndast þegar þú kastar steini ofan í vatn. Gárurnar hreyfðu til gas í vetrarbrautinni sem hratt af stað keðjuverkandi stjörnumyndun. Mörg þúsund stjörnur urðu til en þær sjást í bláu svæðunum myndinni hér hægra megin.

Fróðleg staðreynd

Eftir fjóra milljarða ára mun Vetrarbrautin okkar rekast á nágranna okkar í geimnum, Andrómeduvetrarbrautina. Þá mun sólin líklega kastast yfir í annan hluta vetrarbrautarinnar. Geturðu ímyndað þér að sjá gerólíkan næturhiminn?

More information

   Þessi Space Scoop frétt er byggð á fréttatilkynningum Hubble og Chandra röntgengeimsjónauka NASA.

Share:

More news
12 October 2020
1 October 2020
16 September 2020
14 September 2020
10 September 2020

Images

Galaxy Hits a Cosmic Bullseye
Galaxy Hits a Cosmic Bullseye
Cosmic Collisions
Cosmic Collisions

Printer-friendly

PDF File
1.1 MB